1.8.2007 | 17:44
Gönguleiðin á Kilimanjaro
Farið verður upp Rongai leiðina og niður Marangu leiðina.
Hæðarprófíll af Rongai og Marangu leiðunum.
Kilimanjaro | Breytt 20.8.2007 kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 17:26
Bólusetningar og lyf
Við þurftum að fríska uppá bólusetningar við polio, stífkrampa og barnaveiki. Svo vorum við bólusett við lifrarbólgu A, taugaveiki og yellow fever. Ágætt er að fara í bólusetningu a.m.k. tveimur mánuðum fyrir brottför þar sem við þurftum að koma í sumar sprauturnar með mánaðar millibili.
Við fengum Malaron við malaríu. Immodium og Siprox við niðurgangi, Diamox og adalat oros við háfjallaveiki og svo auðvitað sterk verkjalyf og bólgueyðandi lyf.
Notum Mygga sem skordýrafælu og okkur var ráðlagt að taka með okkur flugnanet til öryggis ef vera skyldi gat á flugnanetinu í tjaldinu.
Við vitum ekki annað en allt vatn verði soðið fyrir okkur á fjallinu en til öryggis erum við með sótthreinsitöflur fyrir vatn.
Kilimanjaro | Breytt 20.8.2007 kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 17:15
Dagsetningin
Nú var að finna heppilega dagsetningu fyrir ferðina. Á heimasíðunni hjá Exodus (exodus.co.uk) var listi yfir allar brottfarir og merkt við hvort ferðin væri farin á fullu tungli eða ekki. Við fundum ferð sem var frá 22. ágúst - 31. ágúst og var farið Rongai leiðina upp og niður Marangu leiðina. Fullt tungl var auðvitað skilyrði. Þannig höfðum við líka rúma sex mánuði til að koma okkur í gott form.
Í framhaldinu tók við nokkurra klukkustunda vinna við leit að upplýsingum á netinu, bæði fróðleik um fjallið og eins ferðasögur þeirra sem hafa farið á fjallið. Á vefsíðunni http://www.climbmountkilimanjaro.com eru góðar upplýsingar um Kilimanjaro en Henry Stedman sem heldur úti vefsíðunni hefur gengið allar sjö leiðirnar á Kilimanjaro. Bókin hans Kilimanjaro: The trekking guide to Africa´s highest mountain fannst mér einnig mjög gagnlegt að lesa og þar eru góðar lýsingar á öllum gönguleiðum og því sem þarf að hafa í huga varðandi svona ferð.
Kilimanjaro | Breytt 20.8.2007 kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 17:05
Ákvörðun tekin
Þegar ég var níu ára sá ég mynd af Kilimanjaro og ákvað að einhvern daginn ætlaði ég að fara og sjá þetta fjall.
1. febrúar sá ég svo auglýsingu í dagblaði um ferð með bresku ferðaskrifstofunni Exodus á Kilimanjaro. Ég fór á netið og aflaði mér frekari upplýsinga og ákvað í framhaldinu að nú væri minn tími kominn og 27 ára gamall draumur mundi rætast. Þá var að finna ferðafélaga. Ekki vildi maðurinn minn koma með þannig að ég spurði bróður minn. Hann spurði hvort þetta væri ekki ógurlega erfitt og þegar ég sagði jú örugglega þá var hann til í tuskið.
Kilimanjaro | Breytt 20.8.2007 kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Kilimanjaro
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar