11.2.2008 | 15:11
Ýmis ráð frá mér og öðrum
Ø Nauðsynlegt er að klæðast hreinum og þurrum sokkum þegar farið er á toppinn. Óhreinir sokkar drekka frekar í sig svita af fótunum og svo frís allt saman.
Ø Hafa gönguskóna í handfarangri í fluginu. Það er hægt að leigja allan búnaðinn úti ef hann tapast í flugi en ég mundi ekki vilja leigja gönguskó.
Ø Öruggara er að pakka öllum farangri í plastpoka ef það skyldi rigna.
Ø Nauðsynlegt er að hafa einangrun utan um vatnsflöskurnar þegar farið er á toppinn. Mér fannst þægilegt að vera með camelbag en sumar tegundir vilja þó leka og svo vill frjósa í slöngunni.
Ø Setja ný batterí í ennisljósið áður en haldið er á toppinn.
Ø Gsm samband er á toppnum. Pakka símanum í plastpoka og hafa hann inná sér svo batteríið endist og ekki komist raki í símann og hann frjósi þegar komið er á toppinn.
Ø Sama gildir um myndavélina, vera með auka batterí í hana. Geyma hana þannig að auðvelt sé að ná í hana til að taka myndir.
Ø Taskan fyrir farangurinn þarf að vera úr mjúku efni svo þægilegt sé fyrir burðarmennina að bera hana á höfðinu.
Ø Þvottaklemmur og bréfaklemmur eru þægilegar til að hengja blaut föt á tjaldið eða utan á bakpokann á daginn.
Ø Hafa 6-8 orkubari með á toppinn, hafa þá þar sem auðvelt er að ná í þá og borða og drekka vel í öllum stoppum. Mikilvægt er að borða jafnt og þétt til að viðhalda orkunni.
Ø Hafa eyrnatappa og ferðakodda í fluginu, og góða bók.
Ø Hafa lyf og sjúkratösku í handfarangri í fluginu, ekki þó skærin.
Ø Ef þú hyggur ekki á frekari göngur á há fjöll fljótlega þá er sniðugra að afhenda yfirleiðsögumanninum lyfin þín en að henda þeim þegar þú kemur heim.
Ø Leiðsögumenn og burðarmenn geta nýtt allan þann búnað sem þú vilt láta af hendi rakna. Leiðsögumennirnir í mínum hóp voru t.d. ekki í vettlingum þegar við fórum á toppinn og þeim var greinilega kalt á fótunum.
Ø Vera alltaf í þunnum vettlingum. Verndar hendurnar fyrir kulda og sólinni. Ekki gleyma vörunum, þær brenna líka.
Ø Nota mikla sólarvörn, vera með hatt og sólgleraugu.
Ø Vera með nóg af fötum óvíst hvort hægt er að þurrka blaut föt á fjallinu.
Ø Nauðsynlegt að hafa afþreyingu á kvöldin.
Ø Skiptar skoðanir eru um hvort legghlífar séu hentugar eða ekki. Mér persónulega fannst þær óþarfi.
Ø Ostur í Tansaníu er ekki gerilsneyddur, forðast hann eins og hægt er.
Ø Sterkt teip getur nýst í ýmis konar viðgerðir á fatnaði og farangri. Gott að vefja nokkra hringi utan um göngustafina svo ekki þurfi að vera með alla rúlluna.
Ø Fara hægt og varlega síðasta spölinn á toppinn. Þegar sér fyrir endann á göngunni hættir fólki til að flýta sér og gleyma varkárninni.
Ø Vera í mörgum lögum af fötum. Ef það er vindur á toppadeginum verður það kaldasti dagur sem þú hefur upplifað. Sérstaklega kalt á höndum, fótum, andliti og eyrum.
Ø Til að minnka líkur á hæðarveiki þarf að drekka minnst 3 lítra af vökva, ganga mjög hægt, passa að vera alltaf hlýtt og borða vel.
Ø Það er minna þreytandi að ganga stöðugt og á hægum hraða frekar en að ganga hratt og stoppa oftar. Taka minni skref og dragast afturúr frekar en strekkjast áfram til að halda hópinn. Það eru margir fararstjórar með hópnum og einhver þeirra fylgir þér.
Ø Ekki flýta þér á niðurleiðinni þar er ýmislegt að sjá sem þú sást ekki á leiðinni upp.
Ø Taka stutt skref á leiðinni niður það reynir minna á hnén, göngustafir létta einnig álaginu af hnjánum.
Ø Gera ráð fyrir að þú komist á toppinn og sjá þá mynd fyrir þér í huganum. Allar efasemdir draga úr möguleikanum.
Ø Skipta fjallinu niður í nokkur minni markmið og þá verður þetta verkefni ekki eins stórt og ógnvekjandi.
· 6 dagleiðir
· Fyrir og eftir hádegi
· Áfangaskipta toppadeginum. Frá Kibo Hut að Gillmans point eru 3,3 km. Hækkunin er 960 metrar. Brattinn er 1:3,3.
§ Náttstaður í Kibo Hut er í 4713 metra hæð.
§ Williams point er í 5000 metrum. Þangað er 1 klst og 45 mín ganga.
§ Hans Meyer cave er í 5151 metrum. 30 mín ganga.
§ Gillmans point er í 5681 metrum. 2 klst 30 mín ganga.
§ Stella point er í 5752 metrum. 25 mín ganga.
§ Uhuru peak 5895 metrar, 45 mín ganga.
Flokkur: Kilimanjaro | Facebook
Um bloggið
Kilimanjaro
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.