15.9.2007 | 14:13
Dagur 8
Ótrúlegt en ég náði ekki að sofa nema í um 8 klst í nótt. Það var þó langþráður svefn. Tyrfingur er loksins búinn að endurheimta heilsuna og matarlystina. Allt rykugt í tjaldinu eftir vindinn í nótt og þykkt ryklag var yfir klósettinu. Eftir morgunmatinn afhentum við leiðsögumönnunum og kokkinum þjórféð en sem betur fer þá fengum við blað frá The African walking company með upplýsingum um fjölda starfsmanna og hversu mikið væri viðeigandi að borga hverjum og einum í þjórfé. Allt starfsfólkið safnaðist svo saman og söng Kilimanjaro sönginn fyrir okkur. Við gengum svo af stað um kl. 8. Borðuðum nestið okkar við Mandara hut um kl. 12. Vorum komin niður að Marangu hliðinu um kl. 14 og þar með var þessi fjallganga á enda. Þar þurftum við að skrá okkur hjá hliðverðinum og kíktum aðeins í minjagripabúðina. Afgreiðslan þar var þó afskaplega hæg og allt afgreitt yfir búðarborðið. Hittum svo burðarmennina, afhentum þeim þjórfé og gáfum þeim hluta af búnaðinum okkar. Aftur söng allur hópurinn fyrir okkur Kilimanjaro sönginn. Við vorum svo keyrð á sama hótelið. Þar fórum við beint í sturtu og það sem við vorum skítug eftir allt rykið. Svo var það langþráður Kilimanjaro bjór á sundlaugarbakkanum. Leiðsögumennirnir og kokkurinn komu svo og hittu okkur kl 17, afhentu okkur viðurkenningarskjölin fyrir árangurinn og við buðum þeim uppá bjór og svo í kvöldverð. Við Tyrfingur höfðum einnig keypt nokkrar litlar brennivínsflöskur í Fríhöfninni á leiðinni út og gáfum þeim öllum eina flösku sem þeir voru kátir með. Spruning hvernig þeim hefur líkað bragðið.

Flokkur: Kilimanjaro | Breytt s.d. kl. 14:17 | Facebook
Um bloggið
Kilimanjaro
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.