15.9.2007 | 14:03
Dagur 5
Fengum að sofa til kl. 7 í morgun því ekki var nema fjögurra tíma ganga í næsta náttstað. Lagt var af stað um kl. 9 og gengið í ca klukkutíma og stoppað í 10 mínútur. Þó gangan væri ekki löng þá var hækkunin 700 metrar og því eins gott að fara hægt yfir. Vorum komin í tjaldstað við Mawensi Tarn um kl. 13. Vorum þá komin í 4330 metra hæð. Þá beið okkar hádegisverður sem var stór súpudiskur, brauð, grænmetisbuff, kartöflur, vatnsmelóna og kaka í eftirrétt. Síðan fórum við og lögðum okkur til kl. 15 en þá fórum við í eins og hálfs tíma göngu upp í 4500 metra hæð. Þá voru nokkrir af strákunum komnir með hausverk. Þegar við komum aftur í tjaldstaðinn beið okkar te og popp. Þá tók við hvíld og svo kvöldverður. Við kvöldverðinn spunnust upp miklar umræður um diamox. Hvort og hvenær ætti að taka það og þá hversu stóran skammt. Það virtust allir hafa mismunandi upplýsingar og fararstjórinn dró úr okkur að taka önnur lyf en aspirín.
Flokkur: Kilimanjaro | Facebook
Um bloggið
Kilimanjaro
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.