Dagur 3

Morgunverður kl. 8. Hann samanstóð af einhvers konar korngraut sem mér þótti góður, brauði, steiktum bönunum, smjöri og marmelaði auk ferskra ávaxta. Héldum af stað að upphafsstað göngunnar kl. 9.30 og vorum við keyrð á þremur landrover jeppum. Ferðin tók um 2 klst. Að hluta til voru vegirnir malbikaðir en megnið af þeim voru grýttir, holóttir og moldarkenndir slóðar, líklega illfærir í rigningu. Vorum komin að Nalemoru gate kl. 11.30. Þar voru leiðsögumenn og burðarmenn í óða önn að skipuleggja hver bæri hvað og var allur farangur vigtaður og deilt niður á burðarmennina eftir þyngd. Við gengum af stað kl. 12 og var gengið úr 1950 metra hæð og upp í 2700 metra. Tók gangan 4 1/2 klst. Fínasta veður, sól og blíða og heitt. Þegar við komum í tjaldstað beið okkar fat með heitu vatni svo við gætum þvegið okkur og var ekki vanþörf á því mikið ryk þyrlaðist upp af göngustígnum.  Þegar við höfðum þvegið okkur var boðið upp á te og popp í matartjaldinu.  Kl. 18.30 var svo kvöldmatur sem samanstóð af grænmetissúpu, fiski, kartöflum og grænmetissósu.

Kilimanjaro_T-024_klippt

 Fyrir utan hótelið að leggja af stað í gönguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kilimanjaro

Ingibjörg

Ingibjörg Sveinsdóttir
Landfræðingur sem hefur gaman af gönguferðum.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Kilimanjaro1-010 klippt
  • Kilimanjaro T-069 klippt
  • Kilimanjaro2-101 klippt
  • Kilimanjaro2-064 klippt
  • Kilimanjaro T-024 klippt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband