3.9.2007 | 08:51
Dagur 2
Lentum í Nariobi kl. 6.30 að staðartíma eftir svefnlitla nótt í flugvélinni. Fórum beint í biðsalinn fyrir flugið með Precision air til Tansaníu. Í biðsalnum tókst mér að finna út hvaða átta strákar það væru sem myndu vera að fara í gönguna á Kilimanjaro með okkur Tyrfingi. Fórum í loftið kl. 8 og fyrir tilviljun lentum við Tyrfingur vinstra megin í flugvélinni og sáum því Kilimanjaro mjög vel þegar við flugum framhjá. Mikið ofsalega er það flott. Lentum á Kilimanjaro international airport í Tansaníu kl. 8.50. Þar var tekið á móti hópnum og við keyrð í gömlum Toyota Coaster á Kilimanjaro Mountain Resort hótelið í Marangu. Flott hótel þar sem við höfum okkar eigin svalir, og fyrir utan er sundlaugargarður. Vorum komin á hótelið kl. 11 og við steinsváfum til kl. 16 en þá áttum við að hitta manninn sem sótti okkur á flugvöllinn og fá hjá honum frekari upplýsingar um gönguna á Kilimanjaro. Seinnipartinn fór allur hópurinn í tveggja tíma göngu um nágrenni hótelsins og borðuðum svo kvöldmat saman kl. 20. Allir fóru snemma upp á herbergi til að klára að pakka fyrir gönguna en við megum hafa hámark 15 kg af farangri.
Kilimanjaro séð úr flugvélinni.
Flokkur: Kilimanjaro | Breytt s.d. kl. 08:52 | Facebook
Um bloggið
Kilimanjaro
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.