3.9.2007 | 08:29
Dagur 1
Við Tyrfingur vöknuðum kl. 3 í nótt til að vera komin út á flugvöll kl. 5. Vorum svo heppin að það var engin biðröð við innritunina og við komumst því hratt þar í gegn. Náðum í ferðatékkana sem við vorum búin að panta í Landsbankanum, en það var eini staðurinn þar sem við gátum fengið ferðatékkana í akkúrat þeirri upphæð sem við þurftum eða $640. Flugum í loftið kl. 7.40 og lentum í London rúmlega 12 að staðartíma. Þar sóttum við töskurnar komum þeim í geymslu og tókum hraðlestina (Heathrow express) á Paddington lestarstöðina. Þar keyptum við okkur dagsmiða í neðanjarðarlestirnar. Síðan skruppum við í búðir en ekki var nú mikið verslað enda nægur farangur fyrir. Þurftum að vera komin út á flugvöll aftur kl. 17 til að innrita okkur í flugið til Kenýa. Fengum okkur að borða á flugvellinum og fundum svo sæti þar sem hægt var að horfa út um gluggann á flugvélarnar fyrir utan. Rosalega er mikil flugumferð í London. Flugum í loftið með Kenýa airline kl. 20. Vegalengdin frá London til Nairobi er 6846 km, flugið tók 8 klst. og klukkan í Kenýa er þremur tímum á undan Íslandi.
Flokkur: Kilimanjaro | Facebook
Um bloggið
Kilimanjaro
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.