Skaftáreldahraun

Ég og maðurinn minn fórum í fimm daga gönguferð um Skaftáreldahraun á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna.  Auk okkar og fararstjórans voru grísk hjón og þrír Bretar.  Fyrsta daginn var gengið frá Skaftárdal, upp með Skaftá að Hellisá og með henni að Leiðólfsfelli þar sem gist var fyrstu nóttina í frekar frumstæðu leitarmannahúsi sem þó hélt vatni og vindum.  Annan daginn var gengið á Leiðólfsfell og er þaðan ágætis útsýni yfir vestur hluta Skaftáreldahrauns og allt inn á Vatnajökul.  Gengið var upp með Hellisá og síðan þvert yfir hraunið í Hrossatungur þar sem var gist.  Þriðja daginn var gengið upp með Lakagígum að austanverðu upp að Tjarnargíg og síðan í suðaustur í leitarmannahúsið Blágil. Fjórða daginn fengum við rigningu allan daginn og var gengið í austur yfir tilbreytingarlaust landslag, minnti á skosku heiðarnar, gist í leitarmannahúsinu Miklafelli.  Síðasta daginn var stefnan tekin á Hverfisfljót og því fylgt til byggða.  Þarna eru margir fallegir fossar og flúðir í ánni og vel þess virði að fara þetta sem dagsgöngu.  Það sem gerði þessa göngu einnig eftirminnilega var að sjá hvernig útlendingarnir upplifðu landslagið.  Þeim fannst alveg æðislegt að við vorum ein í heiminum allan tímann og að við skyldum geta gengið beint af augum án þess að allt svæðið væri í skipulögðum göngustígum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kilimanjaro

Ingibjörg

Ingibjörg Sveinsdóttir
Landfræðingur sem hefur gaman af gönguferðum.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Kilimanjaro1-010 klippt
  • Kilimanjaro T-069 klippt
  • Kilimanjaro2-101 klippt
  • Kilimanjaro2-064 klippt
  • Kilimanjaro T-024 klippt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband