1.8.2007 | 17:26
Bólusetningar og lyf
Við þurftum að fríska uppá bólusetningar við polio, stífkrampa og barnaveiki. Svo vorum við bólusett við lifrarbólgu A, taugaveiki og yellow fever. Ágætt er að fara í bólusetningu a.m.k. tveimur mánuðum fyrir brottför þar sem við þurftum að koma í sumar sprauturnar með mánaðar millibili.
Við fengum Malaron við malaríu. Immodium og Siprox við niðurgangi, Diamox og adalat oros við háfjallaveiki og svo auðvitað sterk verkjalyf og bólgueyðandi lyf.
Notum Mygga sem skordýrafælu og okkur var ráðlagt að taka með okkur flugnanet til öryggis ef vera skyldi gat á flugnanetinu í tjaldinu.
Við vitum ekki annað en allt vatn verði soðið fyrir okkur á fjallinu en til öryggis erum við með sótthreinsitöflur fyrir vatn.
Flokkur: Kilimanjaro | Breytt 20.8.2007 kl. 21:12 | Facebook
Um bloggið
Kilimanjaro
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.